tóndæmi dagsins

Erfingja Elle model skrifstofurnnar er ýmislegt til lista lagt. Ekki bara að hann hafi greiðann aðgang að símanúmerum súpermódela til að reyna að fleka þær hefur hann eitthvað sem margir aðrir myndu vilja hafa.

Hann getur og hefur samið fullt af góðum lögum.

Julian Casablancas, forsprakki The Strokes gaf út sína fyrstu sólóplötu í loks árs 2009. Platan Phrazes for the Young hefur almennt fengið góða dóma, kannski einna helst á Pitchfork sem að einkunnagjöfin er í lægri kantinum sem er bara eins og við var að búast.

Ég er að fíla þessa plötu, ég hefði eflaust sett hana á árslistann ef hún hefði komist fyrr að. En það þýðir ekkert að væla yfir því heldur verður maður bara að halda áfram að dansa.

Það er blússandi sítt að aftan elekrtó stemmning í tóndæmi dagsins. Eina sem gerir lagið nútímalegt er rödd Julians sem maður þekkir strax. Allir grípa að um sé að ræða söngvara The Strokes.

Þetta er hressandi.

[audio:http://www.simnet.is/gummijoh/11thDimension.mp3%5D

Julian Casablancas – 11th Dimension

4 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

  1. Það gleymist alltof oft í umræðunni um þennan snilling að hann er hálfur Dani. Mamma hans þótti með þeim sætari í Skandinavíu á sínum tíma og komst því uppí rúm hjá módelgúrúinu Casablancas eldri. Julian er því sennilega merkasti Daninn í poppsögunni.

Skildu eftir svar við Gummi Jóh Hætta við svar