tóndæmi dagsins

Í vinnunni sit ég hliðina á honum Sebastién. Hann er frá Frakklandi en hann veit ekkert um tónlist þaðan sem er miður.

Hann skilur illa hvernig ég nenni að hlusta á Serge þar sem ég skil ekki orð í frönsku og hann veit ekkert um Air, Daft Punk eða hljómsveitina sem í dag er tóndæmi dagsins.

Hljómsveit dagsins er hin frábæra sveit Phoenix sem hefur vensl við bæði Air og Daft Punk en tónlistin er af öðrum toga. Einn meðlimur Phoenix var í hljómsveit með Daft Punk liða og Phoenix spilaði á tíma sem hljómsveit Air, þegar að Kelly Watch The Stars reis sem hæst.

Hér er gleðilegt indiepopp í hávegum haft og eitt af lögum ársins 2009 er klárlega tóndæmi dagsins. Lagið Liztomania sem er opnunarlag hinnar frábæru Wolfang Amadeus Phoenix sem er fjórða stóra plata Phoenix.

Tóndæmi dagsins er þó ekki af plötunni sjálfri heldur órafmögnuð útgáfa af þessu frábæra lagi.

Látum samt upprunalegu útgáfuna fylgja í myndbandsformi og flash player fyrir þá sem geta ekki halað niður. Hér er verið að auka þjónustu til muna.

httpv://www.youtube.com/watch?v=NhhzV5Xv9Tw

Phoenix – Liztomania (Unplugged)

[audio:http://www.simnet.is/gummijoh/03Lisztomania.mp3%5D

Ein athugasemd á “tóndæmi dagsins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s