Pabba blogg

Þar sem von er á endurbættri útgáfu af sjálfum mér hef ég nútímamaðurinn verið eftir bestu getu að taka þátt í því langa en stórskemmtilega ferli sem að meðgangan er. Karlmaðurinn í sambandinu getur gert eitt og annað til að taka þátt í þessu ferli þó að móðirinn taki klárlega mesta þungan í þessu öllu saman. Ég hef verið að fínkemba netið og lesa mér til hvað er að gerast í móðurkviði milli vikna og hver áhrifin eru á móðurina, gott að hafa þetta allt á hreinu svona ef eitthvað panikk ástand myndast þar sem óreynd móðirin er að fá nett kast yfir einhverju sem ekkert er.

Meðgangan mín hefur gengð eins og í sögu, ekkert vesen og ekkert sem þarf að fylgjast sérstaklega með. Lúxus vandamálið sem ég er að lenda í er að tíminn líður kannski helst til of hægt. Ég er tilbúin að takast á við þetta enda þýðir það að ég sé orðin pabbi þegar Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer að byrja.

Brjóstagjafarnámskeið er eitthvað sem nauðsynlegt er að fara á fyrir allar tilvonandi mæður og ágætt fyrir feður að fara með á. Fræðandi mjög að vita sem mest um Montgomery kirtlana og ekki verra að vita hvað maður skal gera ef að einhverjar stíflur skyldum myndast í hinum fjölmörgu leiðurum sem að liggja þarna út um allt. Allt þetta flókna apparat sem hefur aðeins þann eina tilgang að fæða barnið með þeim bestu næringarefnum sem völ er á. Líkaminn er ótrúlegt fyrirbæri, að minnsta kosti hjá konum. Það er einhvern veginn einblýnt á það hvað konan er merkilegt fyrirbæri en ekkert talað um að við karlmennirnir þurftum nú að koma að þessu, annars værum við ekki stödd þarna. Ánægjulegar 20 mínutur einhvern tímann í haust 2009 urðu til þess að ég er allt í einu staddur á þessu námskeiði og það má ekki tala niður.

Námskeið hannað sérstaklega fyrir verðandi feður er svo aftur á móti eitthvað sem verður að teljast sem vonbrigði ársins. Ég eins og svampur þarna mættur til að drekka í mig fróðleik um þær áskoranir sem að maður mætir í föðurhlutverkinu en fékk aumingjahroll upp eftir öllu bakinu um leið og sá sem hélt námskeiðið sagði orðin „Við erum bara hér strákarnir að spjalla saman“. Svo náði hann að gera orð eins og fjölskylda og uppeldi að leiðinlegum orðum sem maður átti hreinlega ekki að hlakka til eða njóta á nokkurn máta.

Toppnum varð svo náð fyrir viku síðan þegar ég skundaði á þriggja tíma glens sem kallast parakvöld í meðgönguyoga. Þrír tímar sem á blaði hljómuðu eins og eilífð en voru furðu fljótir að líða. Ekkert að því að læra á punkta á líkamanum sem gott að er nudda þegar fæðingin stendur yfir til að lina þjáningar og enn betra að læra öndunar aðferðir sem hjálpa manni að komast í gegnum erfiðasta hjallann á fæðingardeildinni.

En síðustu tvær mínuturnar urðu raunverulega eins og þrír tímar að líða þegar að yogakonan bað alla herrana í herberginu að para sig saman einn á einn. Menn sem aldrei höfðu hitt hvorn annan og áttu allt í einu að para sig saman, koma sér vel fyrir á dýnunni með teppi og kodda og svara tveimur spurningum til hvors annars.

Hvað hefur komið þér mest á óvart á meðgöngunni ? Og hvað hefur þér fundist ánægjulegast á meðgöngunni ? Þessu átti ég að svara fyrir framan bláókunnugann mann sem átti að horfa í augun á mér á meðan og hlusta.

Þarna fór ég langt út fyrir þægindakassann minn og átti moment sem ég mun aldrei eiga aftur með nokkrum manni.

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að adda þessum nýja vini mínum sem vin á Facebook. Við áttum stund sem að engin getur tekið frá okkur.

7 athugasemdir á “Pabba blogg

  1. AAAAArrrrghhhhahhaHAHAHAHAH

    Ég var á nákvæmlega sama hel… jóganámskeiðinu og þú lýstir nákvæmlega minni tilfinningu þessar síðustu mínútur.

    Ég hefði frekar viljað parað mér með einhverri annarri múttu og fengið að ausa úr þolinmæðisbolla mínum og hún úr sínum. Þannig myndi fólk fyrst læra um hvernig á og á ekki að gera hlutina.

  2. LOL ! Æi.. þetta meðgöngu… yoga… brjósta…námskeið rugl allt…. BORING… og kjánahrollur útíeitt ! Svo áttu ekki eftir að nenna HM…. átt bara eftir að góna á þetta bjútí sem þú eigast…:)

  3. Líst vel á þetta. Gott að þekkja nokkra svona nokkrum metrum á undan manni.

    On the topic, það hlýtur að vera til Wii leikur þar sem maður þarf að skipta á o.s.frv.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s