Gummi Byggir

Það hefur aldrei verið mín sterkasta hlið að ditta að hlutunum enda verkvit mitt ekki af þeim toga að það nýtist með hamri og málningarbursta. Það nýtist betur í tækjum og tólum en í því verklega striti sem fylgir steinsteypu.

Því hefur ótrúlega miklum fróðleik verið troðið í hausinn á mér síðustu vikur enda drengurinn verið í fullu að græja og gera það sem fylgir því að eiga fasteign. Það eru t.d. bara um það bil fimm vikur síðan ég lærði orðið stormjárn og get núna beygt það í öllum föllum með og án greinis.

Maður kann því að meta þann verðmæta fjársjóð sem pabbar eru, bæði minn eigins og tengdapabbi. Þeir kunna og vita allt og geta besservissað ofan í hvorn annan út í hið óendanlega. Þeir horfa á skrúfur og vita málin á þeim, luma á efnum sem ég get ekki stafsett í sínum geymslum og gætu eflaust byggt heilt hús út frá því sem þeir geyma í þeim.

Eftir þessa eldskírn er ég samt orðin klárari en ég var. Er bara strax byrjaður að hlakka til að bera á sólpallinn í sumar, þá hlýtur maður að fá bjór.

3 athugasemdir á “Gummi Byggir

  1. Hver er skógarhöggsmaðurinn sem er heima hjá þér? Og hvað hefur hann gert við vegginn? Mig langar ekki einu sinni til að vita hvað hann ætlar að gera við þetta tól….

  2. Láttu mig vita ef þú kemur til með að halda námskeið fyrir aðra stráka með skert verkvit, ég er með einn sem myndi alveg hafa gott af því 🙂

  3. Það er rétt Gummi, maður fær bjór þegar borið er á pallinn. Annars er eitthvað bilað. Vona bara að þetta sé líka á hreinu á mínu heimili.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s