pabbi giftir sig

Pabbi minn er endalaus uppspretta gleði og gamansagna. Venjulega er hann þó uppsprettan alveg óvart, það er eiginlega það sem gerir hann svona mikið yndi.

Pabbi er notandi á Facebook en hann verður seint talin til stórnotenda enda ekki enn búin að setja upp mynd af sér þar inni og skilur ekki alveg tilgangin með þessu öllu saman.

Tilkynning á veggnum hans hefur vakið mikla lukku síðustu daga þegar hann tilkynnti um að hann væri giftur Erlu. Tilkynningin var ekki að láta vita að hann og mamma væru gift heldur var maðurinn að básúna að hans kona héti Erla. Ekki bara einhver Erla heldur Erla mágkona mín sem hefur verið tengdadóttir pabba í 15 ár eða svo. Til að toppa þetta kommentar svo mamma við þessa tilkynningu og skilur ekki alveg hvað er að gerast.

Pabbi skilur ekki enn hvernig þetta gerðist og veit ekki hvernig hann fór að þessu og vill helst ekki kannast við að hafa verið að fikta í þessum stillingum.

4 athugasemdir á “pabbi giftir sig

  1. Ég tróð mömmu inn á facebook og kom með tillögu að mynd fyrir hana, einhver mjög léleg mynd þar sem hún horfir ofan í kjöltuna. Síðan eru liðnir 9 mánuðir og mamma kann ekki ennþá að setja inn nýja mynd.

    Þetta er bara fyndið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s