ég er Þórir

Guð minn góður.

Ég er orðinn að honum Þóri, mínum erkióvini þegar ég var lítill og bjó í Blöndubakka.

Þórir var maður sem bjó á þriðju hæð í Blöndubakka 18. Hann hafði búið þarna frá upphafi og svokallaður frumbyggi í Bakkahverfinu. Þar með taldi hann sig geta sett sig upp á ákveðinn stall.

Hann taldi það t.d. svo að stóri grasbalinn í garðinum væri hans eign og það gengi ekki upp að við strákarnir værum að spila fótbolta, krokket, stórfiskaleik, sto og hvað þetta allt heitir því það jú spændi upp grasinu sem hann hefði átt sinn hlut í að láta vaxa svo myndarlega þarna.

Þessum manni hlýddi ég aldrei enda vissi ég að hann átti þetta gras ekki einn og hafði engan rétt til að stjórna því hver skyldi stíga á grasið og á hvaða forsendum. Ég man að ég sagði einu sinni við hann að ákveðnu horni á grasinu, við ljósastaurinn skyldi ég ekki stíga, það væri ca. hans hluti af öllu túninu. Eftir það hætti hann að yrða á mig og ræða þetta mál heldur horfði á mann út um gluggann með vanþóknunarsvip.

Núna vill svo til að strákar í húsinu eru að spila fótbolta 1 á móti 1 og beint fyrir utan svefnherbergisgluggann minn. Sá veggur telst nokkuð góður til að spila hinn frábæra leik Viðstöðulaust og það kann ég ekki að meta kl 10 á morgnana. Enn verra finnst mér þegar ég sé boltann skoppa af veggnum, framhjá þeim sem átti að taka við honum og á bílinn minn eða aðra bíla á planinu.

Ég fór þess vegna út og breyttist í Þóri. Sagði að þetta gengi ekki og það myndu bara skemmast bílar og það yrði bara vesen og því væri best að færa sig aðeins neðar í götuna á enn stærra gras og þar mætti sko spila. Þetta var samþykkt, þó með smá vott af skilningsleysi.

Daginn eftir um 10:30 voru strákarnir mættir aftur á sinn stað og byrjaðir að spila fyrir utan svefnherbergisgluggann minn.

Ég sé að ég er ekki einn um það að vilja ekki hlýða fúlum gömlum köllum í húsinu.

3 athugasemdir á “ég er Þórir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s