Og það var stúlka

Þann 24.apríl fæddist okkur Kristínu lítil stúlka, Stúlka Guðmundsdóttir öllu heldur. Hún kom eiginlega upp úr þurru þar sem Kristín var gengin 38 vikur þegar hríðirnar fóru af stað og allir voru búnir að undirbúa okkur fyrir 40 til 42 vikur sem væri barasta eðlilegt fyrir fyrsta barn.

Veran uppi á fæðingardeild, alls 24 og hálfur klukkutími frá því að við mættum á svæðið og þangað til að Stúlka Guðmundsdóttir mætti á svæðið voru ótrúlegir. Auðvitað erfiðir en samt leið þetta allt svo furðu hratt og ber sérstaklega að þakka ótrúlegu starfsfólki á fæðingardeild og í Hreiðrinu fyrir það. Ekki bara að þetta fólk veit upp á hár hvað það er að gera heldur er öll hegðun þeirra og fas af þeim toga að manni finnst hálfpartinn að maður sé heima hjá sér og þau að koma í heimsókn en ekki að maður sé á þeirra svæði.

Ég átti alltaf það lúxus vandamál að eiga inni mikið sumarfrí þannig að núna er ég í tveggja mánaðar sumarfríi til að vera með Kristínu og Stúlku Guðmundsdóttur. Það er nokkuð magnað verð ég að segja. Í fyrsta lagi er ótrúlegt hvað maður getur bara setið, staðið og legið og starað á litlu stelpuna sína og fylgst með öllum þessum hreyfingum, svipum í andliti og hljóðum sem hún gefur frá sér og í öðru lagi er ótrúlega gott að geta hjálpað Kristínu, aðstoðað hana eftir þessa raun sem að fæðingin er og gert litlu fjölskyldunni það auðveldara að koma sér í rútínu.

Stúlka Guðmundsdóttir sefur að öllu jöfnu um 20 tíma á sólarhring, stundum meira og örsjaldan minna. Hún hefur tekið klassískar andvöku nætur þar sem foreldrarnir hafa verið að deyja úr þreytu og illa skilið hvað er að angra hana. Hún skilur hvorki Íslensku, Dönsku, Ensku né Spænsku og því reynir maður allt sem hægt er til að svæfa stelpuna. Oftast virkar bara hið klassíska „labba um íbúðina með barn á öxl“ trikk en það er tímafrekt en þó mjög gefandi en svo um leið og maður leggur hana frá sér býður hún góðan dag.

Í þessu leyfi mínu hef ég svo ekki horft jafn mikið á NBA úrslit á ævi minni, ég held að ég hafi varla misst af leik. Því ber að sjálfsögðu að fagna.

4 athugasemdir á “Og það var stúlka

  1. Til hamingju! Við höfum akkúrat farið á mis. Við eignuðumst strák, Frosta, seinni part 23. apríl og fórum heim daginn eftir. Synd að hafa ekki hist, ég hefði getað haldið á myndatökuvélinni fyrir þig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s