In memoriam

Það er erfitt að skrifa niður þessi orð, það getur stundum hreinlega verið svo erfitt að kveðja.

Það ætti kannski ekki að vera svo erfitt í þetta skiptið þar sem maður vissi í tíma hvernig þetta myndi fara en einhvern veginn er maður ekki tilbúinn þegar að kallið svo kemur. Það er bara einfaldlega alltaf svo sárt að missa einhver sér nákomin.

Þetta voru bara átta dagar sem við áttum saman. Átta frábærir dagar sem liðu meira eins og átta ár. Þú gast alltaf fengið mig til að rísa upp af eftirvæntingu, eitthvað sem fáir geta og munu geta. Ég beið alltaf jafn spenntur eftir því að þú kæmir í heimsókn, svona eins og maður var lítill og fékk að fara með afa í vinnuna því maður vissi að það endaði með heimsókn í Dairy Queen.

Jack Bauer og sjónvarpsþátturinn 24 hefur lokið göngu sinni. Einhverjir segja loksins en það eru þeir sem raunverulega skilja ekki þessa þætti. Þetta er eitthvað það besta sjónvarpsefni sem hægt er að sjá. Það hefur engin hryðjuverkaárás verið framin í Bandaríkjunum síðan að 24 hóf göngu sína, ég er viss um að núna fer eitthvað að gera í henni stóru Ameríku.

Ég þakka samfylgdina, opna skeljaraðgang og opna eina „socket“ bara í tilefni dagsins.

Ein athugasemd á “In memoriam

  1. Þetta var alltof erfið stund, var ekki alveg að meika þetta ef ég á að segja eins og er. Síðustu klukkustundirnar voru rosalegar, Jack með bloodlust er eitt það besta frá upphafi.
    Vonum að hann komi á hvíta tjaldið sem fyrst og sem oftast

Færðu inn athugasemd við Rúnar Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s