Ammlis !

Fyrir nærri níu árum síðan gekk ungur maður inná kaffistofuna í vinnunni hjá mér og var að hefja þar störf sem sumarstarfsmaður. Ég þekkti manninn ekki en hafði séð honum bregða fyrir á öðrum vettvangi og strax fengið æluna upp í háls. Þess vegna hugsaði ég strax hvað þetta fífl væri nú að gera hér á mínum heimavelli, hann yrði ekki velkominn.

Eftir smá tíma gat ég þó ekki annað en hlegið með þessum dreng sem ég þó hataði. Hann t.d. hafði nær botnlausa þekkingu á forsetum Bandaríkjanna, í raun svo mikla þekkingu hafði hann að ég hélt á stundum að hann væri einhverfur. Svo þegar tíminn leið enn frekar vorum við allt í einu orðnir vinir enda var hann þegar allt kom til alls sá samstarfsmaður minn sem ég átti mest sameiginlegt með.

Hann er einn af mínum bestu vinum og sá eini sem ég get grátið á öxlia hjá þegar að Jack Bauer á bágt. Hann skilur mig þegar ég kvarta yfir stjórnunarstíl CTU og gæðaferlum þeirrar ágætu stofnunar.

Guðfinnur Ólafur Einarsson, Guffi er afmælisbarn dagsins. Þessi ungi maður kann að halda upp á afmælið sitt og hefur alltaf gert. Hann gerir það á þann hátt að ekki er annað hægt en að dáðst að því. Hann nefnilega setur sig alltaf í fyrsta sætið þegar hann á afmæli og tekur sér frí frá vinnu og gerir það sem hann einn vill gera, hans er dagurinn.

Til hamingju með daginn vinur, dagurinn er þinn.

105_0507_IMG

Ein athugasemd á “Ammlis !

  1. Jii, það var einmitt umræðuefni í afmælis morgunkaffinu heima í Hvassaleiti áðan hvort einhver myndi afmælisblogga um mig. Ég sagði að ef einhver myndi gera það þá yrði það þú. Kringluárin voru frábær tími. Ég á ennþá Nokia byssubeltið og nota það við extra hátíðleg tilefni 😉

    Takk fyrir mig Gummi minn. Og FYI afmælisdagurinn er búinn að vera frábær skemmtun hingað til. Og dagskráin ekki ennþá tæmd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s