Stúlka Guðmunds

Fyrir sjö vikum og þremur dögum betur varð ég pabbi. Það er vægast sagt ansi mikið mjög magnað fyrirbæri. Að veita einhverjum svona mikil óskilyrðislausa ást upp úr þurru er ótrúlegur hlutur og hjartað í manni sekkur ofan í ökkla um leið og maður heyrir votta fyrir gráti eða einhverju slíku.

Þó er eitt og annað sem þarf að skrásetja svo að það gleymist ekki.

  • Dóttir mín fæddist tveimur vikum fyrir tímann. Ákveðið hafði verið að ég myndi fara á árshátíð Símans akkúrat tveim vikum fyrir settan dag og hefði smá útivistarleyfi. Dóttir mín hafði þannig af mér síðasta fylleríð áður en hún átti að koma í heiminn.

Í staðinn ætla ég að banna Stúlku Guðmundsdóttur að fara á fyrsta busaballið í menntaskóla.

  • Stúlka Guðmundsdóttir vill helst vera á öxlinni hjá mér fyrir utan að fá að drekka hjá móður sinni. Ef hún fær í magann eða líður eitthvað furðulega er bara einn staður sem að róar hana og það er öxlin hjá mér. Það þýðir að fötin mín verða öll útslefuð eða mjólkurblettuð. Skiptir engu hvort að taubleyja sé höfð á öxlinni eða ekki.

Kostnaður sem þessu fylgir verður tekinn af fermingarpeningum hennar.

  • Litla stelpan mín mun ekki fá að deita stráka sem heita Tristan.

Það er bara prinsipp mál.

Annars gengur eins og í sögu og Stúlka Guðmunds braggast vel, enda ekki annað hægt þar sem genasamsetning hennar er með eindæmum góð.

31269_427082292532_583002532_5587772_4297587_n[1]

Ein athugasemd á “Stúlka Guðmunds

  1. Til lukku með frumburðinn! Ég á nú tvær stúlkur og báðar afrekuðu það að hafa af mér árshátíð, sú fyrri með því að fara af stað kvöldið fyrir árshátíð og sú seinni með því að vera nýskriðin út rétt fyrir árshátíð. Það er reyndar spurning hvort fengitíminn henti svona illa.

    Fínt framtak hjá ykkur Sonum Breiðholtsins, í anda þess sem ég hef íhugað að gera í nokkurn tíma fyrir núverandi hverfið mitt, það er nefnilega ótrúlega margt sem kemur í ljós þegar maður reynir að koma barnavagni á milli staða og yfir götur og annað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s