Synir Breiðholts

Bjarni Fritzson, handknattleiksmaður en umfram allt Breiðhyltingur tók um daginn göngutúr um æskuslóðir sínar í Seljahverfinu ásamt syni sínum. Bjarni vildi sýna honum hvar hann hefði alið manninn og leikið sér sem strákur. Sú sjón sem að Bjarni sá var ekki alveg sú sem hann átti von á. Það sem hann sá var að hverfið hans, æskustöðvarnar þar sem allur þessi góði vinskapur og leikir höfðu farið fram var undir fullkominni niðurníslu.

Leikvellir, græn svæði og göngustígar var allt búið að grotna niður og aðeins stóð eftir minningin um að þarna hafði verið gaman að leika sér.

Bjarni tók sig því til og myndaði ósköpin og gerði þessu góð skil svo eftir var tekið. En hann lét þar ekki við sitja heldur fékk vini sína, mig þar á meðan til að taka annan eins rúnt um sínar æskuslóðir.

Það var því úr að ég gekk um Bakkahverfið mitt fallega, Jói Jökull tók Hólana, Tryggvi tók Fellin og þannig gátum við lokað hringnum og átt sameiginlega skýrslu um ástand Breiðholtsins alls. Eina sem ég sé eftir er að hafa ekki labbað í gegnum Stekkina líka, maður lék sér þar nóg sem krakki til að geta gert þeim sömu skil en ég verð bara að eiga það inni.

Ástand Breiðholtsins er ekki upp á marga fiska. Allir þessir fjölmörgu leikvellir, fótbolta og körfuvboltavelir og græn svæði liggja öll undir skemmdum þannig að á fæstum þeirra er hægt að leika sér að einhverju viti. Sum þeirra eru í raun og veru bara hættleg börnum. Nóg er nú af leikvöllunum og þar sem manni sárnar kannski hvað mest er umhirðuleysið. Það eru sömu körfurnar og mörkin við alla þessa velli og hafa verið í 20 ár.

synir1

Það er ekki dýrt fyrir Reykjavíkurborg að laga þessa fjölmörgu velli, það er í raun ódýrara til lengri tíma litið að hafa vellina í lagi og taka skurk á þeim á hverju sumri frekar en að láta þá grotna svona niður, alla með tölu og þannig þurfa að taka grettistak til að geta sett þá í samt horf.

Við strákarnir, Synir Breiðholts tókum okkur því til og afhentum nýrri borgarstjórn skýrslu okkar um Breiðholtið okkar. Við sem þarna ólumst upp og erum allir brottfluttnir viljum samt ekki sjá hverfið okkar svona. Breiðholtið á inni hjá okkur að við gerum okkar fyrir það þegar það hefur gefið okkur svona mikið. Í fyrsta lagi var auðvelt að fá fjölmiðlana með okkur enda grasrótarstarf sem þetta alltaf góðar fréttir, menn taka alltaf vel í jákvæðar fréttir. Í öðru lagi er að fá íbúana með okkur og í framhaldinu má fá borgina með okkur.

synir2

Þetta endar allt hjá borginni, vellirnir og svæðin eru hennar og því á hennar ábyrgð að hafa þetta í lagi. Enn er nóg af börnum í Breiðholti, þessu fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og þar með landsins og þannig verður það alltaf. Börnin þurfa leiksvæði og ekki skemmir ef að leiksvæðin eru góð, þau þurfa ekki hoppukastala og vatnsrennibrautir heldur dugar börnum að hafa ágætis leikvelli og sparkvelli, en þeir þurfa að vera í lagi.

synir3

Svo er að lemja járnið á meðan það er heitt og gefast ekki upp.

Við erum rétt að byrja.

Ein athugasemd á “Synir Breiðholts

  1. Þetta er mjög flott hjá ykkur og betur væri ef fleiri gerðu eitthvað í svipuðum dúr fyrir önnur hverfi borgarinnar. Einhversstaðar verður að byrja og Breiðholtið hentar fínt í það.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s