Bubbi byggir

Fyrir mann eins og mig er stórt stökk að þurfa að hlúa að steinsteypu og tréverki. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég unnið lengur til þess að þurfa ekki að smíða en ég er allt í einu byrjaður að hætta fyrr og fara frá vinnu til að fara heim og smíða. Það kallast ótrúleg þroskamerki.

Á L37 er nefnilega pallur, uþb 60fm pallur sem þarf að hlúa að og passa að sé tilbúin að takast á við veturinn. Fyrir mann með tíu þumalputta er þetta stórt og mikið verk en með góðri aðstoð getur tíu þumalputtamaðurinn verið ágætis handlangari og klárað það sem þarf að klára fyrir veturinn.

Það eina sem er eftir núna er að bera á helvítis pallinn og þá er verkinu lokið. Fyrir hálfu ári vissi ég varla hvað stormjárn var en núna veit ég það ásamt því að ég get auðveldlega sagað, borað og skellt í pall. Ekki svo flókið þegar að húsasmíðameistari með 50 ára starfsreynslu segir manni til verka. Stormjárn fyrir áhugasama kemur þó pallasmíð ekkert við, bara orð sem ég kann og vildi henda fram.

Þegar borið er á pall á sá sem það gerir að fá bjór, það er í kjarasamningum og algjör grunn forsenda þess að verkið sé vel unnið og af natni.


IMG_0603

Myndarlegri smið finnur þú ekki, klassísk hönd á mjöðm og rafknúið tryllitæki í hendi.

2 athugasemdir á “Bubbi byggir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s