Brottfluttur ei meir

Stofnanir hins íslenska ríkis eru duglegar við að básúna um fólksflótta þjóðarinnar á þessum erfiðu tímum. Talað er um fólksflutninga sem jafnast á við ævintýraför þeirra sem fóru vestur um haf hér um árið í leit að betra lífi.

Ekki hafa þessar ágætu stofnanir básúnað og sent út fréttatilkynningar um allt það frábæra og góða fólk sem að flutt hefur heim aftur.

Einn af bestu sonum Breiðholts, öðlingurinn Eiríkur Steinn Búason einnig þekktur sem Eiki Búa hefur fært sig um set eftir nærri 10 ára dvöl í landi Margrétar Alexöndru Þórhildar Ingrid Danadrottningar.

Eiki og hans kona, Vigdís fóru út sem kærustupar en koma heim sem gift hjón með tvö börn og eru hér komin til að leggja sitt af mörkum við að byggja upp land hér sem fólk vill vera á. Því ber að fagna, í raun myndi ég samþykkja skipti á 50 fjölskyldum til útlanda til þess að fá þessa einu heim.

Ekki skemmir svo fyrir að Eiki og Vigdís búa svo nálægt mér að ég sé húsið þeirra út um gluggann og get því fengið að sofa á dýnu hjá þeim eins og í Kaupmannahöfn ef að Kristín rekur mig á dyr.

Sem er reyndar ótrúlegt þar sem ég er frábær.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s