Hrotur

Öll hrjótum við. Sá sem segist ekki hrjóta er einfaldlega ekki að segja satt. Karlmenn, konur og hvítvoðungar hrjóta, það er bara þannig. Hrotur myndast þegar að vöðvar í munni og koki verða of slakir og síga inn á við og hindra þannig eðlilegt loftstreymi.

Nætursvefn er dýrmætur þegar maður er með lítið barn á heimilinu, Kristín fær stundum minni svefn en ég enda hún með barn á brjósti en ekki ég. Það virðist vera eitthvað sem að hún vill jafna út því að í hvert skipti sem að það heyrist minnsta hljóð í mér vekur hún mig með látum og skipar mér að sofa á hliðinni.

Að sofa á hliðinni er eitthvað sem ég myndi líkja við að sofa á naglabretti, það er bara ekki gott. Menn af mínu sauðahúsi sofa á bakinu, eins og englar.

Og ef einhver var að velta því fyrir sér að þá hrýtur Kristín líka en ég er ekkert að vekja hana og vera með vesen út af því vegna þess enda eðlilegasti hlutur í heimi.

Kristín vill meina að ég hrjóti svo hátt, þess vegna sé nauðsynlegt að vekja mig svo að ég haldi ekki fyrir henni vöku og mögulega vek Margréti Dúnu.

Ég legg fram sönnunargagn A sem sýnir á óvéfengjanlegan hátt að ég hrýt ekki hátt. Það er frá 2007 og því ekki fyrnt.

httpv://www.youtube.com/watch?v=awYTtMGqlio

3 athugasemdir á “Hrotur

Færðu inn athugasemd við Brynja Björk Garðarsdóttir Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s