Wah Wah

Létt Lennon æði greip heiminn í stutta stund um helgina, eðlilega enda afmæli og læti. Eftir að Bítlarnir lögðu upp laupana liggur eftir þá alla gríðarlegt safn af efni, misgott en mikið af því tær snilld.

Mér hefur alltaf fundist George Harrion sá Bítill sem að besta sóló efnið liggur eftir. Væntanlega er það vegna þess að hann átti mikið safn af lögum sem aldrei fékk að fljóta með á Bítlaplötum, eitthvað sem sést einna best á hinni þreföldu All Things Must Pass sem er mest selda Bítla sólóplatan frá upphafi. Mikið af þessum lögum hefði betur átt að fá að vera með á Bítlaplötum enda mörg lögin hans George oft hápunktar Bítlaplatna.

Plötuna gerði George með ótrúlega hæfileikaríku fólki. Ringo Starr er á svæðinu, Eric Clapton og „session“ spilarar sem hafa spilað á öllum helstu plötum tónlistarsögunnar að miklu leiti. 19 ára gamall Phil Collins percar meira að segja í einu lagi.

Eitt af mínum uppáhaldslögum með George er Wah Wah. Frábært hressandi lag, nokkuð einfalt en ótrúlega grípandi.

httpv://www.youtube.com/watch?v=sDCP4UeXgw8

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s