Guðfinnur hrellir

Ég held að þeir séu fáir sem jafn oft hafa komið til tals á þessari síður eins og hann Guðfinnur Ólafur Einarsson. Hann Guffi er nefnilega gleðigjafi, stundum beint en oftast óbeint.

Það er ástæða fyrir því að Guffi er oft nefndur hér, bæði finnst mér gaman að stríða honum en svo gerir hann bara oft svo skemmtilega hluti. Þetta er einn af þeim hlutum.

Guffi hefur þá ásýnd að vera þessi góði gæi, draumur hverrar tengdamömmu. Svo mikill draumur að manni á það til að fallast hendur yfir þessu öllu saman. Móðir mín, sem einmitt telur Guðfinn vera þennan tengdamömmu draum á það til að dásama hann í mín eyru. Þegar mér finnst nóg um komið og vil beina hjalinu betur að sjálfum mér segi ég stundum “Já en mamma, Guffi grætir öryrkja”.

Á þeim fróma fréttavef DV.is um daginn kom leiðinda frétt um konu sem að sat föst í Smáralind í einhvern tíma eftir bíóferð. Ekki beint skemmtilegasta uppákoman sem menn geta lent í en engin hætta var á ferðum og allt endaði þetta vel.

Þegar ég las þessa frétt skellihló ég. Ekki af því að það væri eitthvað fyndið við það að þessi kona væri föst í húsi Mammons heldur hló ég út af því að þessi sama kona hefur komið við sögu í lífi Guðfinns Ólafs Einarssonar.

Þegar Guffi var nýstúdent kom þessi ágæta kona nefnilega inn í verslum fjarskiptafyrirtækisins í Kringlunni og bað um götunúmeraskrá. Eitthvað sem að Guffi, blautur bak við eyrun hafði aldrei heyrt um.

Guffi skutlast bakvið og spyr um götunúmeraskrá. Honum er sagt sem rétt var að skránna væri hætt að búa til enda internetið mætt á svæðið og þar mætti gera allt sem að þessi blessaða skrá gerð og got betur en þaði. Guffi skutlast aftur fram og segir konunni að það sé hætt að búa til götuskránna en að hún geti nú flett þessu öllu upp á internetinu.

Konan varð hálf hvumsa enda ekki með internet, það ekki komið á hvert heimili á þessum tíma. Hún spyr því aftur um götunúmeraskrá. Guffi skyldi ekki alveg hvað hefði breyst þarna í millitíðinni og að þessi skrá væri allt í einu fyrir eitthvað kraftaverk komin í verslunina og endurtekur því að skráin sé ekki til lengur, hætt sé að búa hana til.

Konan endurtekur því ósk sína, um að hún vilji fá götunúmeraskrá.

Guffi er þarna orðin hálf hissa yfir þessu öllu saman og veit ekki hvernig er best að tækla þetta. Hann horfir því með sínum saklausu augum beint í augun á konunni og segir henni eins vel og hann getur orðað það að hún fái ekki götunúmeraskrá, þær séu ekki til og verði ekki til.

Næsta sem gerist er að tár byrja að leka niður kinnar konunnar og Guffi, þessi elska byrjar að svitna og svitna enda hræddur um að nú yrði hann rekinn. Enda aðeins á þriðja degi í starfi.

Boðskapur sögunnar er því þessi. Passið ykkur á Guffa, hann grætir öryrkja og konur.

Ein athugasemd á “Guðfinnur hrellir

  1. Eins mikið og ég sé eftir þessu og langar að leiðrétta þá er þetta lágmarks ýkt hjá Guðmundi. Ég fæ ennþá sting þegar ég sé þessa konu. Ég bjóst líka við að þessi fyrsta vika í nýju starfi hjá Símanum yrði mín síðasta.

    Guðfinnur, grættir þú viðskitpavin?
    Eh já, en ég get útskýrt þetta…..

    En það skal tekið fram að þessi vika var aðeins upphafið á sex ára farsælu starfi á tali hjá Símanum.

    Og myndin er ekki uppstillt. Ég var tenór í kirkjukór.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s