Internetið – þumall upp

Internetið kann og veit allt. Það veit auðvitað allt of mikið af misgáfulegum hlutum en það skiptir ekki öllu.

Ég lenti í því um daginn að báðir bíllyklarnir voru hættir að opna bílinn. Ég varð alltaf að stinga þeim í skránna og snúa til að loka og læsa. Lítið mál svo sem en talsvert flóknara þegar maður er búin að byrgja sig með pökkum og pinklum og mögulega með frumburðinn á öxlinni.

Ég, verandi gjörsamlega þroskaheftur þegar kemur að bílum spurði umboðið hvort að lyklarnir væru ekki bara batteríislausir og um batteríin þyrfti að skipta. Þeirra svar var jú, það gæti mögulega verið og að þeir gætu skipt um þetta fyrir það eitt að ég léti þá fá nokkra flúnkunýja þúsund króna seðla fyrir viðvikið.

Mér fannst það full mikið fyrir lítið verk. En hvað vissi ég svo sem ?

Ég hef engar forsendur til þess að þekkja þá mekaník sem inn í lyklunum eru. Mögulega hefur einhver Þjóðverjinn eitt heilum vetri að hanna þennan lykil á einhvern ótrúlegann hátt og innvols hann svo flókið og viðkvæmt að einungis má opna lykilinn í lofttæmdu rými með réttu ph gildi sem akkúrat bílaumboðið er með aðgang að.

Mér fannst það þó ósennilegt og ákvað því að gúggla þetta.

Internetið var með svarið. Eitt flatt skrúfjárn, stöðluð rafhlaða af bensínstöð og u.þ.b 1 mínuta á hvorn lykil.

Báðir lyklarnir eins og nýjir, bílinn opnast fyrir eitthvað kraftaverk við það eitt að ýta á takka og þetta kostaði 1800 kr í heildina.

Bílaumboðið fær þumal niður en internetið þumal upp.

httpv://www.youtube.com/watch?v=uHHrhyvdvcw

5 athugasemdir á “Internetið – þumall upp

  1. Það er óþarfi að láta bensístöðvar okra af sér í staðinn fyrir umboðið.
    Tiger og Europris selja nokkrar stærðir af þessum rafhlöðum um 300 kr. pakkann (2-3 stk. í pakka).

  2. Ég var að gera þetta að kvöldi til, bensínstöðin á horninu var opin þannig að það var það einfaldasta í stöðunni.

    En góður punktur, algjör óþarfi að láta bensínstöðvarnar okra á sér.

  3. Nákvæmlega, internetið … þumall upp.

    Var einmitt að gera nákvæmlega þetta, 410 krónur, 4 mín. í gúggl og 30 sek. í bílnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s