Piparsveinaskápur

Guffi eins og grunnskólabörnin fékk vetrarfrí. Einhvern veginn fékk hann starfsmaður skilanefndar það í gegn og naut sín út í hið óendanlega. Okkur hinum sem ekki hafa þurft að mæta til vinnu bauð hann í brunch í vikunni sem leið. Skemmtileg framtak og frábært til þess að brjóta upp feðraorlofið sem ég er í. Í feðraorlofum eru allir dagar sunnudagar.

Í brunchinum fyrir utan mig og Guffa voru Sindri sem einnig er í feðraorlofi, Ármann sem er eilífðarstúdent, Kári sem er organisti og því ekki í þessari venjulegu 9-17 vinnu ásamt mönnum úr Bolungarvík sem höfðu brugðið sér í ferð í höfuðstaðinn. Væntanlega hingað komnir til þess að ná sér í vistir og hitta fólk sem ekki er blóðskylt.

Annars voru allir aðrir sem við þekkjum að vinna.

Ég fór inn í eldhús til Guffa að ná í gafall til að stappa banana ofan í frumburðinn og þar var opin skápur. Skápur sem segir allt um líf piparsveinsins, svona eru allir skápar piparsveina. Ég veit allt um það enda var heil skúffa á L82 troðfull af góðmeti eins og þessu.

Ein athugasemd á “Piparsveinaskápur

  1. Nei andskotinn! þetta er ósanngjarnt sjónarhorn á stórum skáp. Pylsu, pítsu og grillsósur sem til eru á öllum heimilum. En ég get ekki annað en skrifað upp á eignarhaldið á þessu…. Þó ég vilji jafnfarmt benda á litríka kryddhillu og gott úrval grænmetis máli mínu til stuðnings að svona er þetta ekki alls staðar í eldhúsinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s