Vika 4

Vika fjögur í feðraorlofi byrjuð. Þetta er búin að vera yndislegur tími, flóknasta spurning okkar Margrétar Dúnu á hverjum degi er hvort að við ætlum að fara að versla fyrir eða eftir hádegi.

Förum oftast eftir hádegi því við nennum ekki að taka okkur til fyrir hádegi. Í feðraorlofi eru allir dagar sunnudagar eða því sem næst. Við náum í blöðin, hellum uppá kaffi og gerum hafragraut. Hin heilaga stund er svo þegar að Margrét Dúna tekur lúrinn sinn og ég get þá dundað mér eins og mér einum er lagið.

Ég er hrikalega góður í að dunda mér nefnilega. Ég get skoðað internetið næstum því endalaust, það er alltaf hægt að horfa á eitthvað og svo eru fjölmargir tölvuleikir sem ég hef ekki spilað en get spilað núna. Hér myndi Kristín vilja að stæði að ég væri að taka til, ganga frá og skúra. Það er allt gert en ekki þeim tíma mögulega eytt í þessi húsverk sem að konur myndu vilja.

Á þessum þremur vikum sem búnar eru er ég búin að kenna barninu að vinka, ulla og gefa fimmu. Í þessa 9 mánuði sem Kristín var í fæðingarorlofi lærði barnið engin svona trikk. Ég skil ekki í hvað þeirra tími fór, en að minnsta kosti fór hann ekki í neitt svona uppbyggilegt eins og hjá mér.

3 athugasemdir á “Vika 4

  1. enda er að gefa fimmu og klesstann skemmtilegustu trikk sem börn geta lært, erfingi nr. 2 þar einmitt að bíða þar til í júli að fá að læra eitthvað svona skemmtilegt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s