Million Dollar Listing

Einn og hálfur mánuður af feðraorlofi að baki. Yndislegur tími klárlega og ég komin langleiðina með að breyta Margréti Dúnu í pabbastelpu. Margrét Dúna er afskaplega glöð þegar mamman kemur heim úr vinnu en eftir smá stund snýst þetta bara um að elta mig um íbúðina og vera hjá mér.

Lítil börn eiga það til að sofa mikið og vegna þess á maður smá frítíma til að gera eitthvað annað en að sinna uppeldi. Þegar ég hef lokið daglegum störfum eins og að ganga frá, mögulega skella í vél og allt þetta get ég hangsað.

Hangsi fylgir því að mögulega horfir maður aðeins á sjónvarpið. Í þeim dagskrárlið hef ég tekið allt í einu upp á því að detta inn í þættina Million Dollar Listing. Þessi þættir voru auglýstir í skjáborða í miðjum Top Chef þætti (sem notabene eru æðislegir þættir) og ég fór strax á netið og náði í nokkra þætti.

Tveimur dögum seinna var ég komin með allar seriurnar. Million Dollar Listing eru einhverjir vitlausustu og asnalegustu sjónvarpsþættir sem að ég hef séð. Þeir fjalla um þrjá fasteignasala (já , fasteignasala) í Los Angeles. Það er ekkert við þessa þætti sem að ég á að geta verið hrifinn af en samt get ég ekki hætt að horfa. Þessir þrír gaurar eru fávitar, einn þeirra reyndar er nokkuð mennskur og virðist vera heill á geði en hinir tveir eru snarruglaðir, ofurdekraðir mömmmustrákar sem einhverra hluta gengur vel sem fasteignasalar og lifa lífinu.

Ég mæli ekki með Million Dollar Listing fyrir neinn og vona að íslenskar sjónvarpsstöðvar fari ekki að taka upp á því að kaupa þetta efni. En ég á samt nokkra þætti eftir og ætla að klára þá, ég bara verð.

httpv://www.youtube.com/watch?v=qJiNWGr1EhE

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s