Eitt ár

Eins og alþjóð veit er ég búin að vera í feðraorlofi síðan 1.febrúar. Það hefur verið í einu orði sagt yndislegt, fyrir utan þá hvimleiðu kvöð barnsmóður minnar að það þurfi að strauja öll föt sem að barnið fer í.

Þessi regla gerir það að verkum að núna hef ég straujað fleiri flíkur af 12 mánaða stúlkubarni mínu en af sjálfum mér. Sú tölfræði segir allt sem segja þarf.

Á þessum tíma sem feðraorlofið hefur verið hef ég verið einstæður faðir í mánuð. Barnsmóðirin þurfti að fara erlendis til að bjarga mannslífum. Við Margrét Dúna höfum blómstrað og skemmt okkur konunglega án móðurinnar sem hefur eytt kvöldunum í söknuð upp á hótelherbergi.

Barnsmóðir mín gat ekki hugsað sér að missa af eins árs afmæli ungans (skiljanlega) og var því ákveðið að leggja í ferðalag til Madrid og þar skyldi litla fjölskyldan sameinast og halda upp á eins árs afmæli Margrétar Dúnu. Margrét Dúna var hálf svekkt yfir því að vera að heiman enda pabbinn búin að panta bæði hoppukastala og candy floss vél.

Þetta ár sem Margrét Dúna hefur verið dóttir mín hefur verið yndislegt. Það er ekki hægt að segja fólki hvað þetta sé magnað, skemmtilegt eða ótrúlegt. Þetta er heldur ekki hægt að lesa um í bókum. Þetta er eitthvað sem fólk þarf að upplifa. Það er ótrúleg tilfinning að elska einhvern og þykja svona vænt um einhvern svona algjörlega skilyrðislaust. Það eru bönd á milli okkar sem ekki er hægt að útskýra, þau bara eru.

Við erum heppin hvað Margrét Dúna er ótrúlega lífsglöð og geðgóð, kvartar aldrei heldur bara brosir og skoðar heiminn. Hún er heilbrigð og hefur aldrei orðið misdægurt. Það er ótrúleg tilfinning að eiga svona barn, tilfinning sem toppar held ég allar þær vímur sem hægt er að komast í.

Þetta blogg má telja væmið. Það er allt í lagi, ég er að skrifa það um dóttur mína.

Skellum inn mynd af Margréti Dúnu á afmælisdaginn og segjum þetta gott áður en ég fer að gráta.

2 athugasemdir á “Eitt ár

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s