Spaðatrompið

Það er oft talað um það að það séu konurnar sem að ráði öllu, oft bakvið tjöldin en stundum líka á yfirborðinu.

Ég er farinn að upplifa þennan veruleika ansi hratt. Ekki bara er ég búin að vera í feðraorlofi í bráðum fjóra mánuði heldur er ég að reka heimili, ala upp barn og allt hitt sem þessu fylgir. Kristín afturá móti er bara að aftengja sprengjur, henda sér í sjóinn og fljúga tveggja hreyfla járni sem kallast TF-Sif.

Þegar ég, örmagna af þreytu eftir daginn ætla kannski að fá smá tíma fyrir sjálfan mig, slaka aðeins á og treysti á að Kristín verði aðeins með Margréti Dúnu notar Kristín spaðatrompið, eineygða spaða gosann sem ég get með engu móti varist. Að hennar sögn er það hún sem á frekar skilið að hvílast og slaka aðeins eftir erfiðann dag. Afhverju spyrjið þið þá kannski. Jú af því að hún var að bjarga mannslífum.

Ég get ekkert sagt við slíku, ekki neitt. Auðvitað skal hún þá fá að hvíla sig. Ég held bara áfram að reka mitt heimili og sinni uppeldinu.

Sem betur fer er ég að fara að vinna fljótlega.

2 athugasemdir á “Spaðatrompið

  1. Jú sjáðu til Dagný. Það tekur ekki jafn mikið á að rekja fjarskiptafyrirtæki eins og að reka heimili og ala upp frumburðinn. Ég þarf þá ekki þessa kærkomnu hvíld.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s