Helvítið hann Bangsi Bestaskinn

Ég átti góða æsku. Þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu, fékk eflaust allt það sem ég vildi þó að ég muni kannski hlutina aðeins öðruvísi. Það voru nokkrir hlutir sem ég fékk aldrei og þarf að bera það á herðum mínum það sem eftir lifir ævi minnar.

Ekki fékk ég Sega Mega Drive leikjatölvu eins og ég vildi. Sega Mega Drive er auðvitað miklu öflugri vél en Nintendo vélin sem tröllreið öllu hér heima og leikjaúrvalið meira að mínu skapi.

Það er þó eitt sem mig alltaf langaði mest í af öllu og hefur nagað mig síðan. Það voru margar andvöku næturnar þar sem ég þráði ekkert heitar en akkúrat þennan hlut.

Um daginn var ég svo staddur í boði. Það er svosem ekkert merkilegt, ég fer oft í boð enda er ég góður í boðum.

Þar birtist tár á hvarmi og allt í einu var eins og ég væri lítill ljóshærður drengur aftur í smekkbuxum, polobol og með skott. Þarna var helvítið sem ég aldrei átti, starði í augun á mér eins og hann væri hálfparinn að hlæja að mér og segja að ég hefði aldrei verið nógu góður fyrir sig.

Ég hló á móti enda kvikindið búið að missa auga og eldist ekki nærri því eins vel og ég sjálfur.

Bangsi Bestaskinn, ég á síðasta hláturinn í þessu máli.

Ein athugasemd á “Helvítið hann Bangsi Bestaskinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s