Grasekkill – dagur fjögur

Fjórir dagar síðan að barnsmóðirin fór erlendis til að bjarga mannslífum. Þessi túr verður þrjár vikur og því við Margrét Dúna í góðum fíling að gera allt það sem að barnsmóðirin myndi annars líta hornauga.

Ef Margrét Dúna óskar eftir sykurull í kvöldmat fær hún sykurull enda eyði ég öllum mínum kröftum að gera stelpuna að pabbastelpu. Það skal takast á þessm þremur vikum.

Einstæður faðir fær langt um meiri samúð af samfélaginu heldur en einstæð móðir, það er bara þannig. Boð um að koma í mat ásamt fjöldamörgum boðum um að vera með Margréti Dúnu gjörsamlega fylla innhólfið og maður hefur varla undan að svara fyrirspurnum.

Ég á samt alveg eftir að athuga hvaða hjálp ég get fengið frá sveitarfélagi og ríki. Eflaust einhver þunnildi í boði þar svo væntanlega mun ekki taka því að sækja eftir þeirri aðstoð þó það væri vissulega fyndið að sjá svipinn á þjónustufulltrúum Félagsþjónunnar þegar þær heyra aðstæður mínar.

Margrét Dúna hefur ekki enn uppgötvað að mamma hennar sé farin, svona lítil börn hafa ekkert tímaskin og svo er kannski ekki mikill tími til þess að sakna mömmu sinnar þegar það er alltaf eitthvað í gangi. Dagskráin hefur verið svo þétt að maður er bara feginn að komast aftur til vinnu í rútínuna þegar að helgin er loksins búin.

Þetta verður ekkert mál, ég er geðgóður og Margrét Dúna er afskaplega geðgóð. Hún snappaði þó í morgun þegar ég var að greiða henni enda það ekki mín sterkasta hlið.

Það ásamt klæðavali mínu á frumburðinn mun eflaust verða það sem að fólk mun helsta taka eftir, annars brosir hún hringinn.

2 athugasemdir á “Grasekkill – dagur fjögur

  1. Ég tek nú aðallega eftir þessu hundi sem er á myndinni. Hvað er málið með hann? Er hann partur af því að gera Margréti Dúnu að pabbastelpu kannski?!?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s