Grasekkill – taka tvö

Á morgun fer barnsmóðirin aftur erlendis til að bjarga mannslífum, þetta brölt vonandi allt leiðir til þess að heimurinn verður aðeins betri staður.

Það að  hún sé við skyldustörf á fjarlægum slóðum þýðir að ég mun þurfa að sjá um að reka heimilið, fjarskiptafyrirtækið og ala upp Margréti Dúnu.

Síðast þegar barnsmóðirin fór svona frá stóð lotan í þrjár vikur og allt gekk afskaplega vel fyrir sig. Frumburðinn dafnaði, lagði skriði og tók upp labb ásamt því að babbla meira en ég geri. Barnsmóðirin kom heim sólbrún, með H&M poka svo að maður hefði getað haldið að hún væri að koma úr verslunarferð í Danmörku frekar en að bjarga mannslífum.

Þó að Margrét Dúna hafi ekki erfit mikið af útlitslegri fegurð minni er þó á hreinu að hún er dóttir mín og án nokkurs vafa Jóh.

Margrét Dúna hefur hátt, mjög hátt á tíðum. Hún hefur grætt börn með hjali sínu sem eru ekki öskur heldur liggur henni bara hátt rómurinn. Bæði hefur hún grætt dóttur Arnars 6 ára og strákinn hans Villa bara með því einu að vera hress.

Þessar tvær vikur sem Kristín (barnsmóðirin) verður í burtu núna verða yndislegar, það verður blússandi dagskrá frá morgni til kvölds allt til þess að drepa tímann og þessa gæðastund sem einveran með henni er. Einstæðir feður fá þó mikla hjálp og aðstoð frá fjölskyldunni enda vorkenna allir einstæðum feðrum. Einstæðar mæður hreinlega verða bara að þrauka.

Þeir sem eru til í hitting þurfa bara að panta tíma. Við Margrét Dúna erum til í hvað sem er.

Ein athugasemd á “Grasekkill – taka tvö

  1. Gaman að vita til þess að fleirum liggi hátt rómurinn! Sonur minn stundar þá iðju hjá dagmömmunni að fanga athygli stelpnanna, öskra svo á þær (eða spjalla háum rómi) þar til þær fara að skæla, þá fer minn maður að skellihlægja og snýr sér svo að öðrum verkefnum!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s