Helv. rugl !

Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að það verði lítið sem ekkert NBA tímabil núna í haust vegna kjaradeilu leikmanna og eigenda liðanna.

Væntanlega munu þeir ekki ná saman áður en tímabilið á að hefjast og þá er stóra spurningin hvort að tímabilið verði stytt eða því alfarið sleppt. Skiptir svo sem ekki máli hver niðurstaðan verður, því þetta verður glatað.

Arsenal, mitt lið í Enska boltanum er vant að skíta upp á bak eftir áramót eftir frábæra byrjun og þá hætti ég oft að fylgjast jafn mikið með fótboltanum og sný mér að NBA deildinni sem fer þá að detta í úrslitakeppnina.

Ef þetta verður tekið af mér mun ég þurfa að fylgjast með hnignun Arsenal allt til loka tímabilsins og því mun pirringur og skapofsi minn verða meiri en annars yrði. Það er því að vona að Derek Fisher, hinn aldraði bakvörður Los Angeles Lakers sem er formaður leikmannasamtakanna sjái á mér aumur og slaki á kröfum sínum. Finnst það líklegra en að eigendurnir ætli að borga meira en orðið er.

Djöfulsins rugl !

James Worthy hefði ekki látið svona.

httpv://www.youtube.com/watch?v=-TKCxO67aGw

Ein athugasemd á “Helv. rugl !

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s