The Magnetic Fields

Ef það er einhver sveit fyrir utan Belle & Sebastian og Bítlana sem á fastan sess í hjarta mínu er það hin stórkostlega vanmetna og nær óþekkta The Magnetic Fields.

Að hún sé ekki fræg skil ég ekki því lögin og þá sérstaklega textarnir eru einhver mesta listasmíð sem ég hef á ævi minni heyrt. Stephin Merrit, forsprakki sveitarinnar sem semur öll lög og alla texta er einhver mesti snillingur sem ég hleypt í mín eyru. Textarnir tala til manns á svo mörgum sviðum og geta í senn skellt manni grátandi í fósturstellingu yfir í að ætla að sigra heiminn og allt þar á milli.

Win Butler, forsprakki Arcade Fire sagði eitt sinn að Magnetic Fields séu ein stærsta ástæðan fyrir því að hann hafi farið að gera tónlist sjálfur. Hann hafi verið að vinna í skóbúð og alltaf verið að heyra lög með sveitinni í útvarpinu og hann hafi í kjölfarið hringt daglega í útvarpið og beðið um lög með Magnetic Fields til að heyra meira með sveitinni. Hér má sjá og heyra Arcade Fire taka Born on a train sem á finna á Magnetic Fields plötunni Charm of the Highway Strip.

Lögin eru ekki flókin heldur afskaplega einföld sem gerir textunum einmitt hærra undir höfði og þeir fá að njóta sín án þess að tónlistin taki of mikið frá þeim eða yfirgnæfi. Textarnir fjalla iðulega um ástina og tekur Stephin Merrit oftast kaldhæðna, bitra og sótsvarta sýn á ástina sem er svo frábært. Gott dæmi um slíka textasmíð er hið frábæra Yeah! Oh Yeah! af þrekvirkinu 69 Love Songs sem er þreföld plata með jú, mikið rétt 69 lögum um ástina.

Í laginu er par að syngja til hvors annars þar sem að konan spyr manninn sinn hvort að hann sé hættur að elska hana, hvort að hann vilji bara vera einn, hvort að hún fari í taugarnar á honum, hvort að hann hrylli við þegar hún hringir í hann og hvort að hann sé að halda framhjá.

Svarið er alltaf já ásamt fleiri spurningum af svipuðum toga sem endar með því að hann drepur hana.

Ég mælist til þess og hreinlega heimta að fólk taki smá rúnt á Youtube og hlusti á lög The Magnetic Fields. Platan 69 Love Songs ætti að vera góður inngangur að sveitinni. Sýnir fjölbreytileika hennar og snilld í einu verki þó langt sé. Platan I (þar sem að öll lögin byrja á I) og platan Get Lost ættu svo að koma strax á eftir.

Endum þessa skipun á ábreiðu/kráku/kóveri/tökulagi Peter Gabriel þar sem hann tekur eitt fallegasta lag The Magnetic Fields og gerir ótrúlega vel. Lagið heitir The Book of Love og er af hinni frábæru 69 Love Songs.

httpv://www.youtube.com/watch?v=FmnDXRJ7btE

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s