Af skrímslum og mönnum

Bæði menn og vinsældarlistar eru að tapa sér yfir fyrstu plötu Of Monster and Men sem kom út nýverið. Ég ætla ekki að hoppa á þessa jákvæðnislest sem er farin að hljóma og ætla mér að segja að þetta sé eingöngu la-la miðlungsefni.

Vissulega eru þessir krakkar hæfileikaríkir, með góða söngrödd og góðir hljóðfæraleikarar. En tónlistin sjálf, sem allt snýst jú um er bara þannig að maður hefur heyrt þetta allt áður.

Ég er bara að hlusta á Edward Sharpe & The Magnetic Zeros, Fleet Foxes, Arcade Fire, Plants & Animals og fleiri góðar sveitir sem allar hafa slegið í gegn í þessari indie krútt bylgju sem krakkarnir í Of Monsters and Men hafa krukkað saman í eina heilsteypa plötu sem þau kalla sína.

Ég er ekki að saka þau um stuld eða neitt slíkt en frumlegheitin eru lítil sem engin og þetta er allt svo hrikalega líkt fyrrnefndum sveitum og fleiri að ég get ekki hlustað á þetta með góðu móti án þess að vilja hreinlega bara hlusta á hina erlendu listamenn sem sveitin sækir sínar fyrirmyndir í.

Segið mér að þetta sé ekki alveg sama tóbakið ?

httpv://www.youtube.com/watch?v=8Dw8qdmT_aY

httpv://www.youtube.com/watch?v=Qb9jY8yAxgs

4 athugasemdir á “Af skrímslum og mönnum

  1. Alveg sammála þér. Ég er búinn að vera segja þetta við fólk í kringum mig og fæ bara skítkast í staðinn. Ég get þá sagt núna að Gummi Jóh hafi sagt þetta, svo þetta er satt og sannað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s