Gleðigjafinn móðir mín

Hún móðir mín kallar ekki allt ömmu sína og fer gjarnan ótroðnar slóðir í þrotlausri leið sinni að því að komast á æðra tilveru stig, svona já eða þannig.

Þessi elska hefur svo oft verið mér og öðrum til gleði og yndisauka og það oft alveg óvart. Þessi skipti sem hún gleður mann óvart eru best, langbest.

Rifjum því upp tvær skemmtilegar sögur af henni móður minni.

Klassískt er í mínum bókum þegar hún var að lesa jólakort um árið og fannst leturstærðin heldur smá og skellti upp lesgleraugum. Eitthvað gekk lesturinn illa og því var aðeins eitt til ráða. Að bæta öðrum lesgleraugum við, það hlyti að bjarga þessu því 1 + 1 = 2.

Myndin er gömul og tekin á farsíma sem er ekki af þessari kynslóð. En grínið kemst samt vel til skila sem er fyrir öllu.

Nýlega eða bara í gær kom ég í heimsókn á æskuslóðirnar í 109 (að eilífu amen) og eftir kaffibollann (fékk tvo því ég hellti þeim fyrri niður) sótti móðir mín dót sem hún hefði keypt sér og hún yrði bara að sýna mér.

Hún tók svo sterkt til orða og segja að þetta væri skyldueign á hvert heimili. Ég sá fyrir mér einhverja rafknúna snilld frá Asíu sem mögulega þurrkaði af eða gerði óáfenga mojito drykki eða eitthvað álíka en mundi þá að móðir mín á fyrir forláta vélmenni sem sér um að þurrka af.

Það sem hún kom svo með og setti upp var eitthvað sem ég var ekki tilbúin fyrir en gat svo sagt sjálfum mér eftir á að auðvitað yrði þetta einhver nýlenduvara sem væri drasl og hún setti stolt upp á nefið.

Lesgleraugu (númer sautján líklega sem hún á) með ljósi. Nauðsynlegt með öllu og algjör þarfaþing.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s