Bitchin

Steve Jobs er svona gaur sem maður annað hvort elskar eða hatar. Í gær á hluthafafundi var hann að segja hluthöfum frá 17" MacBook Pro vélinni og þá sagði hann orðrétt, „Everyone wants a MacBook Pro because they are so bitchin’". Held að endurkoma Steve Jobs árið 1997 sé einhver sú rosalegasta í langan tíma eftir að hafa verið ýtt úr fyrirtækinu 1985. Fyrirtækið blómstar og græðir meira en nokkru sinni fyrr og Apple merkið er eitthvað það vinsælasta premium brand sem til er. Jobs kom aftur eftir að John Sculley hafði rekið fyrirtækið, komið því í gegnum breytingar um að nota t.d. PowerPC örgjörva eitthvað sem Sculley hefur opinberlega séð eftir en honum fannst að Apple hefði frekar átt að velja Intel. Apple breytti svo yfir í Intel örgjörva bara núna nýlega. Pabbi hefur líka fundað með John Sculley, manninum sem gerði Pepsi að stórveldi. Fílaða.

Ég sé Bjarna Ármanns fyrir mér tala um sparnaðarleiðir og segja hversu bitchin þær eru.

Nauðsynjavörur

Hér eru fimm forrit sem ég get ekki verið án á Makkanum mínum. Í engri sérstakri röð.

AdiumX.
Besta MSN forritið sem til er. Betra en MSN sjálft og það frábæra er það virkar ekki bara með MSN heldur líka með iChat, AOL, Yahoo Messenger og Google Talk ásamt fleiri stöðlum. Allt á einum stað. Svo má stilla forritið til andskotans til að þóknast sér bæði verklega og útlitslega.

 

HimmelBar
Finder í Mac OS X er handónýtt tól að mínu mati. HimmelBar leysir það að mestu en þetta litla hraða forrit keyrir í statusbarnum og gefur manni aðgang að öllum forritum og tólum sem maður þarf á að halda. Einhverjir gætu bent á QuickSilver í staðinn en þetta þóknast mér betur.

 

CyberDuck
Frábært fríkeypis FTP forrit. Ég hef reyndar ekki enn fundið FTP forrit sem nýtist mér 100% á makkanum. Stundum nota ég Transmit (sem kostar) og stundum nota ég Cyberduck og það sem er verra að stundum nota ég Terminal. Ef ég er í algjöru rugli að þá nota ég Remote Desktop til að nota FlashFXP á PC vélinni.

 

Delicious Library
Það eru fá forrit sem að fá fólk til að slefa yfir Makka eins og þetta forrit. Sýnir DVD safnið, geisladiska safnið já eða bara bókaskápinn á grafískann hátt og svo er auðvelt að halda utan um hver fær hvað lánað með þessu. Mjeg flott.

VLC
VLC spilar allt, allt segi ég. Ef maður er ekki viss hvaða codec eða hvað eitthvað er að þá eru miklar líkur að það skipti engu máli þar sem að VLC gleypir við þessu. Líka til fyrir PC og allan andskotann.

Svo verður einnig að nefna iCal, iSync, iTunes og Mail en það er ótrúlegt hvað forritin sem Apple gera sjálfir eru góð. Þau eru einföld og virka einstaklega vel saman. Monolingual er einnig mjög sniðugt þar sem það hreinsar út fjöldan allan af tungumálum sem maður notar aldrei sem komu inn með stýrikerfinu. Forritið losaði um 3gb af minni vél.

Auðvitað vantar hér fullt af dóti en þetta er þó eitthvað. Ef þú ert á makka og ert ekki með þessu forrit mæli ég með að athuga þau. 

DS STORE

Vinir mínir geta sleppt því að lesa þessa færslu, þetta er tölvunördafærsla fyrir makkanotendur.

Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki við Makkann er það skortur á almennilegu FTP forriti og svo að Makinn skilur alltaf eftir sig slóð þegar maður er búin að tengjast við sheiruð drif á PC vélum, skilur eftir DS STORE skrár og _filename drasl sem er engin tilgangur í nema fyrir Makkann því þarna geymast stillingar fyrir Finderinn fyrir þessa ákveðnu möppu.

Fann núna hvernig megi stoppa þetta. Keyra upp Terminal og skrifa defaults write com.apple.desktopservices DSDontWriteNetworkStores true

Þá er málið dautt, skil ekki afhverju þetta er ekki sjálfgildi í stýrikerfinu.

Switch

Ef það er eitthvað sem fer í pirrurnar á mér við annars frábæran flutning minn frá PC yfir á Mac að þá er það tvennt sem að stendur uppúr.

FTP forrit á Mac eru miklu verri en á PC. FlashFXP hefur höfuð og herðar yfir allt það sem er í boði á Mac. Sama hvað ég hef prufað, Interarchy, Transmit, Fetch eða Cyberduck að þá er ekkert af þessu jafn gott og FlashFXP eða bara Filezilla á PC. Fáránlegt að tengja sig inn á PC vélina mína í gegnum Remote Desktop til að nota FlashFXp til að gera suma hluti.

Annað mál á dagskrá er blessað móðurmálið. Sama hvað tautar og raular að þá virkar Firefox ekki. Ég get ekki skrifað ð, þ og ö í Firefox nota bara Camino á meðan sem er mjög góður en samt ekki FireFox. Ástæðan er held ég sú að vélin mín er keypt úti og íslenskan er höxuð inn í stað þess að ég hafi keypt 15.000 króna staðfærsluna frá Apple á Íslandi. Það á ekki að refsa manni fyrir að kaupa tölvuna annarsstaðar. Linux vélar, Windows vélar og hvaðeina virka á hvaða tungumáli sem er, hvar sem er. Rugl og vitleysa.

Will

Þannig að það sé nú pottþétt á hreinu að þá er allt sem að Will Ferrell gerir fyndið.

Maður ætti nú til að breiða út boðskap þessa fyndnasta manns heimsins í dag að skella cowbell sketsinum á netið. Fer í það mál í kvöld. Þessi skets er klikkaður og það geta allir hlegið að honum.

If you don´t like it, I will fight you!

Mac Mini og iPod Shuffle

Steve Jobs er búin að tilkynna allt sem merkilegt má kallast á MacWorld og það sem stendur uppúr er óneitanlega Ipod Shuffle sem kemur í 512mb og 1gb útgáfum, er varla stærri en tyggjópakki og tengist beint í USB2. Það er engin skjár þannig að maður sér ekkert hvað maður er að hlusta á og maður stjórnar ekkert um það hvað er næst, enda er þetta kallað Ipod Shuffle. Hann spilar bara eitthvað.

Svo er það hauslausi Makkinn eða Mac Mini (ljótt nafn). Þarna er verið að selja tölvu sem kemur án skjás, lyklaborðs og músar. Í raun bara kassinn, pínulítill með G4 og því helsta sem að þarf. Hægt að stækka hann og fá SuperDrive og Airport. Þetta er snilldar tæki sýnist mér við fyrstu sýn. Er með nægt afl og vel það og hentar vel fyrir þá sem vantar bara einfalda borðtölu. Apple lækkaði alla skjáina sína fyrir ekkert svo löngu síðan og svo auðvitað má tengja hvaða skjá sem er við þetta box. Mjög flott.

iLife dótið, Final Cut Pro og það snertir mig minna þar sem ekkert merkilegt var sýnt þar svona þannig lagað.