Kiddi Bje

Mættur í bloggheima er Kristinn Björgúlfsson. Maðurinn sem stendur bakvið flest siðlaus grín í Breiðholti frá byggingu þess.

Lesist með varúð. Þó að það sé ekkert alvarlegt þarna inni núna að þá mun maðurinn örugglega græta einhvern og jafnvel reita einhvern til reiði.

En hann er hress og er mættur á netið og það er fyrir öllu.

gettubetur.is

Núna er komin í loftið ágætur vefur fyrir Gettu Betur. Það sem er skemmtilegt við þennan vef er að hægt er að sjá allar úrslitarimmurnar sem hafa verið yfir árin. Stefán Páls að masa í kynningum, Siggi Kári að rífast í lok Versló VS MR þar sem honum fannst dómarinn dæma Versló í óhag og þar með taka af sér sigurinn og svo ótrúlegur bráðabani Borgarholtsskóla við MR árið 2001.

Gaman að geta séð þetta en þetta er þó svolítið stórt allt saman og því ekkert fyrir hvern sem er að skoða.