firefox/rss/naggurinn

Eins og mér finnst nýji naggurinn frábær og það allt að þá er þetta mikkivefur dót bara andskoti hægt finnst mér.

Langir loading tímar, eitthvað sem molarnir hans Bjarna höfðu ekki. En þó voru þeir vissulega illa uppfærðir en mikk dótið er það. Plúsar og mínusar í þessu öllu.

Ég reyndar nota Live Bookmarks fídusinn í Firefox þannig að hann segir mér hvenær hvaða blogg var uppfært, sem er auðvitað bara tær snilld.

ég hata tölvur!

Síðustu dagar hafa valdið miklum tilfinningasveiflum hjá mér. Harði diskurinn þar sem allt mp3 safnið mitt er ákvað að deyja drottni sínum og ég þar með tónlistarlaus. Eina lagið sem ég átti allt í einu var Hagavagninn sem ég downloadaði af síðunni hans Guffa fyrir einhverju síðan og skellti á desktoppið.

Þrátt fyrir allt er diskurinn blessaður bara dáinn. Biosinn finnur hann ekki einu sinni. Búin að prufa að henda honum yfir á annan controller ásamt þúsund öðrum trixum og lausnum sem að allskonar nördar hafa bent manni á.

Sem betur fer á maður backup í Bogahlíðinni eða ca 90% af efninu og svo mun Itunes einfaldlega segja mér hvað vantar uppá þannig að þetta er ekki endaloks alheimsins en Guð blessi Ipodinn minn þar sem hann hefur bjargað nætursvefninum í staðinn fyrir Itunes.

Ég óska þess að þetta hendi ekki nokkurn mann, að tapa svona yndinu sínu sem tónlistin er.

Itrip

Eftir að ég fékk Ipoddinn minn að þá hefur Itrip apparatið alveg gert Ipod að betra tæki.

Itrip er lítill FM sendir sem settur tengdur er við Ipod og svo vel ég bara lausa FM tíðni og Ipod spilast á þeirri tíðni í næsta útvarpi. Þetta hentar sérstaklega vel í bílnum þar ég er ekki með geislaspilara í Lafðinni. Núna get ég tekið rúnt á Selfoss uppá gamanið vitandi það að ég get hlustað á heilu diskana og bara verið minn eigin plötusnúður á einfaldan hátt.

Þær tíðnir sem mér hefur þótt best að nota eru 88,0 og 91,2. Hallast að 91,2 frekar þar sem hún virðist ekki vera eins næm fyrir truflunum. Best væri auðvitað að finna tíðni í 100 skalanum sem hægt væri að nota því þar myndu bestu gæðin vera en ég hef hreinlega ekki nennt því.

Eina sem ég hef fundð að Itrip er að þetta étur rafhlöðuna töluvert en bílahleðslutæki ætti að tækla það og svo er Bústaðavegur bann svæði en ég fæ truflanir í hvert skipti sem ég keyri þar í gegn sem er bara ansi oft eða næstum á hverjum degi.

En samt er þetta ómissandi tæki finnst mér sem gerir Ipod að enn betra tæki. Myndin sýndir eldri týpuna, munurinn útlitslega séð er samt vart sjáanlegur.

Ipod!!!

Ipodinn minn kom í gærkvöldi. Hann er fallegur, mjög fallegur. Hann er heima í hleðslu og í kvöld verður dundað sér við að setja inn góð lög inná hann. Ekkk eins og maður þurfi eitthvað að sortera mikið hvað eigi að fara inn þegar að 20gb komast þarna inn í einum rikk.

Hlakka líka mikið til að prufa Itrip græjuna mína frá Griffin. Er orðin langþreyttur á útvarpi hér á Íslandi og ég þarf þá ekki að fá mér geislaspilara í Lafðina. Núna tekur maður rúnta til Hellu og Borgarness bara afþví að maður hefur nóg af góðri tónlist.

Tölvustúss

Zempt virðist vera málið. Var að reyna að nota eitthvað sem heitir w.bloggar, forrit sem svipar til BlogBuddy sem Fúsi frændi gerði hér um árið.

w.bloggar ætlar sér bara ekkert að virka og kemur með endalaus villuboð en Zempt sem virðist virka eins er að virka bara mjög vel. Er þá ekki háður því að nota vefumhverfið í MovableType heldur get notað þetta forrit og gert allt það sem ég vil gera, sem er mjög gott því að í Firebird virka ekki text formatting takkarnir eins og í IE.

z600

Um daginn var ég að bulla eitthvað um að ég væri að fara að fá Sony Ericsson T610. Það breyttist heldur betur og fékk ég Sony Ericsson Z600 í staðin sem er bara miklu flottari. Hann hefur alla fídusana sem T610 hefur og það sem meira er, hann er með grilljón sinnum flottari skjá.

Fékk hann á Þorláksmessu og hef verið að tapa mér eilítið í hringitónunum eftir þetta, gerðist meira að segja flaming gay og fékk mér Wuthering Heights með Kate Bush sem hringitón, það verður að teljast flott.

tölvudótið enn og aftur

Helvítis tölvudót.

Ég hugsa að þetta sé eitthvað bull í sambandi við SoundBlaster Live hljóðkortið mitt og VIA kubbasettið á móðurborðinu mínu því að í hvert skipti sem ég keyri upp Winamp eða Itunes fer tölvan að haga sér svona skringilega.

Öll önnur keyrsla er bara nokkuð spök og góð. Hitavandamálið er ekki neitt vandamál þar sem hitinn er bara ekkert mikill. Svo er ég búinn að defragmenta öll drifin. Búinn að taka til í services og slökka á því sem að ég tel mig geta lifað án.

Einhverjar aðrar hugmyndir?