tóndæmi dagsins

Svona þegar að bjórinn var farin að kikka inn á Airwaves í fyrra var ákveðin himnasending að sjá Ratatat. Tveir menn að gera glundroða og læti uppi á sviði á troðfullri Nösu þar sem ölvun og almenn hamingja var í fyrirrúmi er eitthvað til að tala um.

Seventeen Years er t.d. gullaldar partýsmellur sem mun lifa í ókomin ár, þessir menn kunna þetta hreinlega. Nú var að koma út ný plata sem ber hið frábæra heiti Classics og platan hljómar vel við fyrstu hlustun. Ég fíla svona tónlist. Tóndæmið er því af nýjustu afurð Ratatat, það á vel heima á sumardegi eins og þessum.

 Ratatat – Montanita 

 

 

 

 

4 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

  1. ég elska þetta lag.. takk fyrir innilega að setja þetta inn á síðuna.. ég heyrði í þeim fyrir einhverju síðan og gleymdi ´þeim svo .. takk fyrir aftur 🙂
    Kíki reglulega hingað inn þó ég þekki þig ekkert langaði bara að kvitta samt

Skildu eftir svar við maja Hætta við svar